Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. c3 Rf6 6. He1 0-0 7. h3 e5 8. d3 Re8 9. Bg5 f6 10. Be3 De7 11. d4 Rd6 12. dxe5 Rxb5 13. exf6 Dxf6 14. Db3+ Kh8 15. Dxb5 d6 16. Rbd2 Re5 17. Rxe5 Dxe5 18. Had1 De7 19. Rc4 Bd7 20. Dxb7 Hab8 21. Dxa7 Dxe4 22. Rxd6 Dc6

Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti landsliða í opnum flokki sem fram fór í Budva í Svartfjallalandi haustið 2023. Alþjóðlegi meistarinn Samir Sahidi (2.476) frá Slóvakíu hafði hvítt gegn heimamanninum Peko Djurovic (2.344). 23. Rf7+! og svartur gafst upp. Þessa dagana stendur yfir opið alþjóðlegt mót sem fram fer í höfuðstað Kanaríeyja, Las Palmas. Stigahæstur keppenda er stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson en þrír aðrir íslenskir skákmenn taka einnig þátt í mótinu; Aleksandr Domalchuk-Jonasson, Dagur Ragnarsson og Alexander Oliver Mai, sjá nánar á skak.is.