Svanasöngur eða Schwanengesang eftir Franz Schubert er samansafn laga sem tónskáldið samdi við ljóð þriggja skálda skömmu áður en hann lést, aðeins 31 árs. „Hann samdi meira en 600 lög á sinni stuttu ævi og er áhrifamesta ljóðasöngstónskáld sem uppi hefur verið
Barítónsöngvari „Ljóðið er það sem gefur mér mest,“ segir Jóhann en hann heldur ljóðasöngstónleika um helgina.
Barítónsöngvari „Ljóðið er það sem gefur mér mest,“ segir Jóhann en hann heldur ljóðasöngstónleika um helgina. — Ljósmynd/Lemuel Grave

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Svanasöngur eða Schwanengesang eftir Franz Schubert er samansafn laga sem tónskáldið samdi við ljóð þriggja skálda skömmu áður en hann lést, aðeins 31 árs. „Hann samdi meira en 600 lög á sinni stuttu ævi og er áhrifamesta ljóðasöngstónskáld sem uppi hefur verið. Þetta eru síðustu lögin sem hann samdi áður en hann dó og útgefandinn hans gaf þau út undir þessum titli stuttu eftir andlátið,“ segir barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson en hann mun flytja verkið í Salnum á sunnudag, 8. september, kl. 15, ásamt félaga sínum, píanóleikaranum Ammiel Bushakevitz.

Býr til sterkan boga

Spurður út í umfjöllunarefni ljóðanna, sem eru eftir Ludwig Rellstab, Heinrich Heine og Johann Gabriel Seidl, segir Jóhann: „Það er áhugavert

...