Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því svartfellska í fyrsta leik sínum í 4. riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 18.45. Ísland mætir svo Tyrklandi í Izmir á mánudagskvöld
Einbeittur Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson einbeittur á æfingu á Laugardalsvellinum í gær fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi.
Einbeittur Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson einbeittur á æfingu á Laugardalsvellinum í gær fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Þjóðadeild

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því svartfellska í fyrsta leik sínum í 4. riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 18.45. Ísland mætir svo Tyrklandi í Izmir á mánudagskvöld. Wales er þá fjórða liðið í riðlinum.

Ísland vann frækinn sigur á Englandi á Wembley, 1:0, en tapaði fyrir Hollandi í Amsterdam, 4:0, í vináttuleikjum í júní í síðasta landsliðsverkefni.

Nýtt upphaf

„Mér líst mjög vel á þetta verkefni gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi og það má segja að þetta sé nýtt upphaf. Við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sem sýnir að við getum unnið hvern sem er.

...