„Tjarnarbíó er aðalmiðstöð sjálfstæðu leikhópanna. Við erum ekki með fastan leikhóp eins og hin stóru leikhúsin heldur koma hinir og þessir hópar inn. Í fyrra voru 300 manns sem komu fram á sviðinu hjá okkur, sem er töluverður fjöldi sé litið…
Aukasvið Snæbjörn Brynjarsson, nýráðinn leikhússtjóra Tjarnarbíós, dreymir um að stækka við leikhúsið.
Aukasvið Snæbjörn Brynjarsson, nýráðinn leikhússtjóra Tjarnarbíós, dreymir um að stækka við leikhúsið. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Tjarnarbíó er aðalmiðstöð sjálfstæðu leikhópanna. Við erum ekki með fastan leikhóp eins og hin stóru leikhúsin heldur koma hinir og þessir hópar inn. Í fyrra voru 300 manns sem komu fram á sviðinu hjá okkur, sem er töluverður fjöldi sé litið til þess að við erum bara með eitt svið og svo annað lítið í forsalnum. Hér er því mikil rótering og margar ólíkar sýningar en þetta er án efa mest notaða svið landsins,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, nýráðinn leikhússtjóri Tjarnarbíós, um komandi leikár.

„Ég á mér þann draum að sjá einhvers konar leiklistarhátíð spretta upp í Reykjavík sem bæði gæti orðið ákveðinn stökkpallur fyrir íslenska leikhópa út á við og vettvangur fyrir okkur til að sjá mörg erlend verk. Ég

...