„Hybrid-gras [blandað gras] er í grunninn jarðvegsstyrkingarkerfi. Yfirborðið hreyfist ekki og gefur ekki eftir,“ segir Bjarni Þór Hannesson þegar Morgunblaðið spyr hann út í hið blandaða gras sem til stendur að leggja á fyrirhugaðan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnuna
Klaki Þegar Ísland tryggði sér í fyrsta skipti keppnisrétt í lokakeppni EM kvenna í knattspyrnu var sætið tryggt eftir umspil gegn Írum á freðnum Laugardalsvelli 30. október 2008. Fremst á myndinni eru frá vinstri: Dóra Stefánsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir að fagna sigrinum og EM-sætinu.
Klaki Þegar Ísland tryggði sér í fyrsta skipti keppnisrétt í lokakeppni EM kvenna í knattspyrnu var sætið tryggt eftir umspil gegn Írum á freðnum Laugardalsvelli 30. október 2008. Fremst á myndinni eru frá vinstri: Dóra Stefánsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir að fagna sigrinum og EM-sætinu. — Morgunblaðið/Golli

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Hybrid-gras [blandað gras] er í grunninn jarðvegsstyrkingarkerfi. Yfirborðið hreyfist ekki og gefur ekki eftir,“ segir Bjarni Þór Hannesson þegar Morgunblaðið spyr hann út í hið blandaða gras sem til stendur að leggja á fyrirhugaðan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnuna.

Bjarni situr í mannvirkjanefnd KSÍ og er einn af lærðustu mönnum þjóðarinnar í grasvallatæknifræði. Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing um að Laugardalsvöllurinn yrði byggður upp sem nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu og þar skyldi vera blandað gras. Sem felur í sér að ræktað er hefðbundið gras en einnig sé notað gervigras með.

Um það eru dæmi að íslensku landsliðin eigi heimaleiki í nóvember og jafnvel í mars. Þá hafa aðstæður

...