Það verður að viðurkennast að það er sjaldséð að fyrirtæki utan af landi færi út kvíarnar inn á höfuðborgarsvæðið. Það á þó við um húsgagna- og gjafavöruverslunina Bústoð, sem er rótgróin verslun í Reykjanesbæ, stofnuð 1975
Spennandi Björgvin staðfestir að spennandi tímar séu fram undan hjá Bústoð.
Spennandi Björgvin staðfestir að spennandi tímar séu fram undan hjá Bústoð. — Ljósmynd/Birgitta Ósk Helgadóttir

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Það verður að viðurkennast að það er sjaldséð að fyrirtæki utan af landi færi út kvíarnar inn á höfuðborgarsvæðið. Það á þó við um húsgagna- og gjafavöruverslunina Bústoð, sem er rótgróin verslun í Reykjanesbæ, stofnuð 1975. Björgvin Árnason, framkvæmdastjóri og verslunarstjóri Bústoðar, staðfestir að nýja verslunin, sem er viðbót við starfsemina við Tjarnargötu í Reykjanesbæ, verði opnuð í síðar í septembermánuði í Miðhrauni 24 í Garðabæ. Hann segir markmiðið vera að bæta þjónustu við viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu. „Þar eigum við marga trausta viðskiptavini og finnum fyrir mikilli eftirspurn,“ segir Björgvin. Hann segist hlakka til hátíðarhaldanna á Ljósanótt, en 20% afsláttur verður af gjafavöru í versluninni í tilefni hátíðarinnar. „Síðan ég tók við sem verslunarstjóri fyrir rúmlega tíu árum hefur Ljósanótt verið ein skemmtilegasta

...