Það má segja að haust- og vetrarlína Chemena Kamali fyrir franska fatamerkið Chloé hafi komið með ferskan blæ inn í tískuheiminn. Skyrtur og kjólar voru hippalegir, flæðandi og rómantískir og mikið var um jarðarliti, daufa bleika tóna í bland við gallaefni
Litagleði Skreyttur rúskinnsjakki frá tískuhúsinu Miu Miu.
Litagleði Skreyttur rúskinnsjakki frá tískuhúsinu Miu Miu.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Það má segja að haust- og vetrarlína Chemena Kamali fyrir franska fatamerkið Chloé hafi komið með ferskan blæ inn í tískuheiminn. Skyrtur og kjólar voru hippalegir, flæðandi og rómantískir og mikið var um jarðarliti, daufa bleika tóna í bland við gallaefni. Hjá tískuhúsunum Gucci og Miu Miu voru rúskinnsjakkar áberandi en sú flík er mjög vinsæl núna enda fullkomin fyrir þennan árstíma. Vonum bara að það rigni lítið.

Elín María Björnsdóttir, forstjóri Valhalla Group

„Ég elska haustið og þá er tími til að pakka saman sumarfötunum, sem komu reyndar lítið að gagni hér á landi í sumar, og taka fram vetrarfötin. Þá sér maður eitt og annað sem er komið á tíma og ekki vitlaust

...