Í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16 verður þar í dag opnuð sýning með listamönnum sem við fyrstu sýn vinna með ólík viðföng en þegar betur er gáð verða ljós samtöl sem verk þeirra geyma sín á milli. Sýningin verður í sýningarsal SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, sem er í húsinu en einnig verður garðurinn nýttur og byggingin að utan með nýju útilistaverki eftir Rögnu Róbertsdóttur, Vikram Pradhan og gjörningi, auk nýrra verka eftir Curro Rodriguez. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er sýningarstjóri. Boðið verður upp á opið hús og listamannaspjall laugardaginn 7. september milli kl. 13 og 17.