Íslenska 21-árs landslið karla í fótbolta tekur á móti Dönum á Víkingsvellinum klukkan 15 í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM. Þar eru Danir efstir í riðlinum með 11 stig úr fimm leikjum en íslenska liðið er í þriðja sæti með 6 stig úr…
Frumraun Ólafur Ingi Skúlason tók við af Davíð Snorra Jónassyni.
Frumraun Ólafur Ingi Skúlason tók við af Davíð Snorra Jónassyni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Íslenska 21-árs landslið karla í fótbolta tekur á móti Dönum á Víkingsvellinum klukkan 15 í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM. Þar eru Danir efstir í riðlinum með 11 stig úr fimm leikjum en íslenska liðið er í þriðja sæti með 6 stig úr fjórum leikjum og kæmist því í góða stöðu með sigri í dag. Ísland er búið að vinna Tékkland og Litáen en tapaði síðan fyrir Wales og Tékklandi. Þetta er fyrsti leikur liðsins eftir að Ólafur Ingi Skúlason tók við sem þjálfari.