Það kom vel í ljós í eldgosahrinunni á Reykjanesi hve miklu það skiptir að hafa góðan sveigjanleika í íslenska vinnuvélaflotanum. Skyndilega þurfti heilan her stórvirkra tækja til að reisa varnargarða með miklum hraði svo að forða mætti byggð og innviðum frá tjóni
„Það á við um flesta okkar viðskiptavini að þeir eiga flota af vélum sem þeir þurfa að nota n.v. allt árið um kring en leigja síðan hjá okkur vinnuvélar til að geta brugðist við þegar verkefnunum fjölgar,“ segir Íris.
„Það á við um flesta okkar viðskiptavini að þeir eiga flota af vélum sem þeir þurfa að nota n.v. allt árið um kring en leigja síðan hjá okkur vinnuvélar til að geta brugðist við þegar verkefnunum fjölgar,“ segir Íris. — Morgunblaðið/Eggert

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það kom vel í ljós í eldgosahrinunni á Reykjanesi hve miklu það skiptir að hafa góðan sveigjanleika í íslenska vinnuvélaflotanum. Skyndilega þurfti heilan her stórvirkra tækja til að reisa varnargarða með miklum hraði svo að forða mætti byggð og innviðum frá tjóni. Leigufyrirtækið Armar átti stóran þátt í að tryggja að þessar vélar væru tiltækar og segir Íris Halldórsdóttir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi hjálpað til og sýnt því skilning að bregðast þyrfti við neyðarástandi:

„Fjöldi búkolla frá okkur hefur verið að störfum á svæðinu en þegar kallið kom þurftum við að semja við suma leigutaka okkar um að fá nokkrar vinnuvélar til baka, og minnka hjá þeim afköstin á meðan,“ segir Íris en hún er skrifstofu- og rekstrarstjóri Arma.

...