Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar á hálendinu er sögulega lág núna í sumarlok. Þar á bæ binda menn vonir við að haustlægðirnar skili sér duglega í lónin. Engin ákvörðun hefur verið tekin um takmarkanir á orkuafhendingu næsta vetur eins og Landsvirkjun þurfti að grípa til síðasta vetur.

„Vatnshæðin er undir meðaltali á öllum þremur miðlunarsvæðum og er staðan í Þórisvatni sérstaklega slök, en það hefur ekki staðið eins lágt á þessum árstíma síðan stífluhæð þess var hækkuð um tvo metra árin 2001/2002 og er það nú rúmum fimm metrum frá yfirfallshæð,“ segir í skriflegu svari Þóru Arnórsdóttur, forstöðumanns hjá Landsvirkjun, við

...