„Ég var heilmikið að vefa áður en ég fór í formlegt myndlistarnám, en grafíkin hefur átt hug minn undanfarna fjóra áratugi,“ segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir, en yfirlitssýning hennar, Magdalena, opnar á Hlöðulofti Korpúlfsstaða á morgun laugardag
Stemning Nokkrar konur Magdalenu njóta sín á gólfinu á vinnustofu hennar á Korpúlfsstöðum.
Stemning Nokkrar konur Magdalenu njóta sín á gólfinu á vinnustofu hennar á Korpúlfsstöðum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég var heilmikið að vefa áður en ég fór í formlegt myndlistarnám, en grafíkin hefur átt hug minn undanfarna fjóra áratugi,“ segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir, en yfirlitssýning hennar, Magdalena, opnar á Hlöðulofti Korpúlfsstaða á morgun laugardag. Verk hennar eru ýmist unnin í tré- eða dúkristur og handprentuð á japanskan pappír.

„Þetta eru nokkur mjög stór verk, sum eru fjórir metrar á lengd og mér leið eins og ég væri í dúkkulísuleik þegar ég var að setja allar þessar konur á veggina fyrir sýninguna. Um að gera að hætta aldrei að leika sér,“ segir Magdalena sem hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í nær öllum listasöfnum hér á landi og um allan heim, nú síðast í Banco das Artes Leiria Portugal 2022. Verk

...