Ef rétt er að náminu staðiðþarf ekki að vera svo strembið að fá aukin ökuréttindi, og þökk sé styrkjakerfi stéttarfélaganna má iðulega fá námskeiðsgjöldin endurgreidd að stórum hluta. Þetta segir Birgir Örn Hreinsson, ökukennari og framkvæmdastjóri hjá AKTU ökuskóla
— Ljósmynd/Davíð Már Sigurðsson

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Ef rétt er að náminu staðiðþarf ekki að vera svo strembið að fá aukin ökuréttindi, og þökk sé styrkjakerfi stéttarfélaganna má iðulega fá námskeiðsgjöldin endurgreidd að stórum hluta.

Þetta segir Birgir Örn Hreinsson, ökukennari og framkvæmdastjóri hjá AKTU ökuskóla.

Birgir segir að í grófum dráttum megi skipta meiraprófsnáminu í grunnnám annars vegar og framhaldsnám hins vegar. „Allir þurfa að ljúka grunnnáminu en valið á framhaldsnámi ræðst af því hvort það nægir fólki að hafa svokölluð C-1 og D-1 réttindi, þ.e. fyrir pallbíl upp að 7.500 kg eða hópbifreið fyrir allt að 16 farþega, eða hvort nemandinn vill öðlast C og D réttindi fyrir vörubíl annars vegar og hópbifreið hins vegar.“

Birgir

...