Fjórtán ára drengur var handtekinn í fyrrakvöld í Georgíu-ríki eftir að hann hóf skothríð í Apalachee-framhaldsskólanum. Fjórir féllu í árásinni, þar af tveir nemendur og tveir kennarar, og níu til viðbótar særðust.

Rannsókn lögreglu í gær beindist einkum að ástæðum drengsins fyrir árásinni, en bandaríska alríkislögreglan FBI lýsti því yfir í gær að hún hefði fengið ábendingu fyrir rúmlega ári um að hann hefði hótað því að gera skotárás á skólann.

Drengurinn verður ákærður fyrir manndráp og verður réttað yfir honum sem fullorðnum að sögn ríkislögreglunnar í Georgíu.