Jón Örn fæddist í Vestmannaeyjum 7. apríl 1933. Hann lést 24. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru Bogi Ólafsson skipstjóri, f. 1.11. 1910, frá Hjörsey á Mýrum, d. 1.1. 2003, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 27.12. 1910, d. 24.6. 1971. Jón Örn var eina barn þeirra hjóna. Hann átti uppeldissystur, Guðrúnu Kristínu Antonsdóttur, f. 27.10. 1945. Móðir hennar var Aðalheiður Sigurjónsdóttir, systir Sigurbjargar, og faðir Anton Jónsson.

Jón Örn lauk loftskeytaprófi 1955. Hann var vikadrengur og háseti 1947-1955. Loftskeytamaður á m/s Kötlu 1955-1962, á ýmsum skipum Eimskipafélags Íslands 1962-1975. Loftskeytamaður á togurum frá 1975-1986, m.a. á Engey frá Reykjavík. Síðan vann hann hjá Símanum þar til hann fór á eftirlaun.

Maki Jóns Arnar var Hólmfríður Jensdóttir, f. 1.9. 1934, d.

...