— AFP/Geoffroy van der Hasselt

Gabriel Attal, fráfarandi forsætisráðherra Frakklands (t.v.), afhenti í gær Michel Barnier lyklavöldin að forsætisráðuneytinu, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði fyrr um daginn skipað Barnier formlega í embættið.

Sextíu dagar voru í gær liðnir frá seinni umferð frönsku þingkosninganna, þar sem enginn flokkur eða flokkaþyrping fékk næg þingsæti til þess að mynda ríkisstjórn, og fól Macron Barnier, sem er í franska hægriflokknum LR, að reyna að mynda stjórn sem gæti sameinað frönsku þjóðina.

Óvisst er hvort Barnier muni takast það, en talið er að vinstriflokkarnir muni leggja fram vantraust á hendur honum við fyrsta tækifæri.