Feðginin Styrmir og Lilja fyrir framan verk Styrmis, Stjörnuliljur.
Feðginin Styrmir og Lilja fyrir framan verk Styrmis, Stjörnuliljur.

Styrmir Örn Guðmundsson er fæddur 6. september 1984 í Reykjavík en átti fyrstu þrjú ár ævinnar heima á Húsavík.

„Ég flutti svo á Seltjarnarnes þar sem ég fór í leikskólann Sólbrekku og grunnskólann Mýró. Afi minn, Erlendur, var skipstjóri á fraktskipum. Sterk minning úr bernsku var þegar við fórum reglulega að taka á móti afa þegar hann kom í höfn. Þá fékk ég að leika mér og hlaupa um ganga skipanna. Ég man vel eftir tjörulyktinni sem angaði um borð. Þegar ég var sjö ára fór ég í sjóferð með afa. Þetta var fyrsta utanlandsferðin mín til Hamborgar og Rotterdam. Um borð voru íslenskir hestar sem ég fékk að klappa og gefa hey. Síðan fékk ég að stýra skipinu úti á rúmsjó.“

Þegar Styrmir var 12 ára flutti hann með fjölskyldunni til Rotterdam. „Þar fór ég í alþjóðlega skólann RISS. Þegar ég tók inntökupróf talaði ég enga ensku. Í

...