Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi rifjaði ég upp nokkurra ára gamla blaðagrein eftir þjóðþekkta konu úr gamla Alþýðuflokknum, sem skrifaði um hvernig sá flokkur hefði barist fyrir kosningarétti fátækra – þeirra sem þá þáðu félagslegan stuðning.

Árið 1934 fékk fátækasta fólkið á Íslandi loks ótakmarkaðan kosningarétt. Þegar kjördagur rann upp og fólkið í Pólunum í Reykjavík klæddi sig í sparifötin fór það í kjörklefann til að kjósa.

Fólkið kaus, í stórum stíl, Sjálfstæðisflokkinn. Forystukonan gat með engu móti skilið af hverju fólkið sem Alþýðuflokkurinn barðist fyrir að fengi kosningarétt hefði ekki launað þeim greiðann og kosið til vinstri.

Af hverju rifjaði ég upp þessa grein? Veruleikinn var að á þessum tíma áttaði þetta skynsama fólk sig á því að flokkurinn sem barðist fyrir

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir