Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið um starfslok við belgíska félagið Eupen. Knattspyrnuvefurinn 433.is skýrði frá þessu í gær. Alfreð kom til Eupen frá Lyngby fyrir ári en liðið féll í vor úr belgísku…

Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið um starfslok við belgíska félagið Eupen. Knattspyrnuvefurinn 433.is skýrði frá þessu í gær. Alfreð kom til Eupen frá Lyngby fyrir ári en liðið féll í vor úr belgísku A-deildinni og Alfreð hafði spilað tvo af fyrstu þremur leikjum þess í B-deildinni á nýju tímabili.

Tveir leikmenn Sviss, Nico Elvedi og Granit Xhaka, voru reknir af velli á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld þegar Danir unnu þá 2:0 í Þjóðadeild karla í fótbolta. Pierre-Emile Höjbjerg innsiglaði sigur Dana með öðru markinu í uppbótartíma gegn níu Svisslendingum.

Nicola Zalewski skoraði sigurmark Pólverja gegn Skotum, 3:2, í Þjóðadeildinni í Glasgow úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartímans. Áður höfðu Skotar unnið

...