Fjölmennt var á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í gær. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Bláa lónsins, var gestur Stefáns Einars Stefánssonar, sem ræddi við…
Kompaní Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Bláa lónsins, var gestur á fundi Kompanís.
Kompaní Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Bláa lónsins, var gestur á fundi Kompanís. — Morgunblaðið/Eyþór

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Fjölmennt var á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í gær. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Bláa lónsins, var gestur Stefáns Einars Stefánssonar, sem ræddi við hann um sögu og starfsemi Toyota, ferðaþjónustuna og efnahagsástandið.

Úlfar tók við stöðu framkvæmdastjóra Toyota árið 2005, en hann hefur starfað áður víða, meðal annars í sjávarútvegi og gegndi um tíma stöðu útvarpsstjóra Stöðvar 3.

Úlfar segir að allur rekstur sé í eðli sínu mjög svipaður milli ólíkra atvinnugreina.

„Auðvitað er starfsemin ólík en í raun gengur þetta út á það sama; að afla meira en þú eyðir.“

...