„Ég vildi ekki vera í þeirri stöðu að vera sá sem ýtir undir það að fólk og fyrirtæki fái ekki raforku,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið og segir að alvarlegt sé að tefja…

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Ég vildi ekki vera í þeirri stöðu að vera sá sem ýtir undir það að fólk og fyrirtæki fái ekki raforku,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið og segir að alvarlegt sé að tefja virkjunarframkvæmdir sem ákveðnar hafi verið fyrir löngu, verið mörg ár í undirbúningi og allir hlutaðeigandi hafi verið meðvitaðir um.

Ráðherrann er ósáttur við þá ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfi sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun fyrir vindorkuverið Búrfellslund.

Hann segir að þegar nýttar séu allar heimildir til að tefja verkefni sem er á lokametrunum muni það leiða til orkuskorts og ekki sé verið að vinna

...