Haukar unnu dramatískan sigur á Aftureldingu, 27:26, í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Afturelding gat komist yfir 40 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið fékk vítakast en Aron Rafn Eðvarðsson varði frá Birgi Steini Jónssyni
Ásvellir Þráinn Orri Jónsson var markahæstu hjá Haukum gegn Aftureldingu með sex mörk og reynir hér skot að marki Mosfellinga.
Ásvellir Þráinn Orri Jónsson var markahæstu hjá Haukum gegn Aftureldingu með sex mörk og reynir hér skot að marki Mosfellinga. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Handboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Haukar unnu dramatískan sigur á Aftureldingu, 27:26, í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld.

Afturelding gat komist yfir 40 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið fékk vítakast en Aron Rafn Eðvarðsson varði frá Birgi Steini Jónssyni.

Í staðinn skoraði Skarphéðinn Ívar Einarsson sigurmark Hauka með glæsilegu langskoti rétt áður en leiktíminn rann út.

Leikurinn var hnífjafn og aðeins einu sinni munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum.

Þráinn Orri Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Hauka, Skarphéðinn Ívar 4 og Andri Fannar Elísson 4, og þá varði Vilius Rasimas 15 skot

...