Á opnum markaði veldur skortur verðhækkun á vöru og þjónustu. Verðbreytingar á annarri vöru og þjónustu breyta þar engu um.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Einn ágætur maður hringir í ritara að jafnaði eftir Kastljós í sjónvarpinu á kvöldin. Þess á milli hringir hann þegar íþróttakappleikir eru háðir. Það sem helst truflar þennan vin minn eru ófarir KR og Þýskalands í knattspyrnu. Og auðvitað er þessi vinur ritara töluvert truflaður vegna vaxta.

Maðurinn á nokkrar bankainnistæður og hefur ágætar lífeyristekjur. Þversögnin er sú að manninum finnst stýrivextir Seðlabankans allt of háir. Vinur minn skilur alls ekki hvernig fjármálaráðherra leyfir sér að skattleggja verðleiðréttingar af bankainnistæðum. Þannig að stundum gutlar á vininum. En honum blöskrar mjög hve seðlabankastjóri er vondur við ungt fólk, sem þarf að greiða háa vexti. Hann er alveg samkvæmur sjálfum sér þegar hann segir fjármálaráðherra og seðlabankastjóra vera skepnur og illmenni. Og skipti þá ekki máli hver situr

...