Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Það sem hefur komið mér einna helst á óvart er hversu marga trygga viðskiptavini verslunin á. Fólk sem kemur reglulega til okkar og er tilbúið að spjalla við starfsfólkið og fá ráðleggingar. Við kunnum ofsalega vel að meta það,“ segir Jóhann Ingi Jóhannsson, einn nýrra eigenda hinnar rótgrónu verslunar Kjöthallarinnar í Skipholti í Reykjavík.

Kjöthöllin er með elstu kjötvinnslufyrirtækjum landsins en fyrirtækið var stofnað í maí árið 1944. Bygging húsnæðisins í Skipholti 70 hófst árið 1964 og var verslunin opnuð þar árið 1966. Í nokkra áratugi var Kjöthöllin einnig með verslun á Háaleitisbraut en henni var lokað í fyrra.

Jóhann Ingi rekur nú Kjöthöllina ásamt eiginkonunni Sólveigu Láru Kjærnested

...