Full ástæða er til að taka undir áhyggjur af vaxandi völdum embættismannakerfisins

Andrés Magnússon, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu um mánaðamótin, og hefur langa reynslu af starfi fyrir ýmis samtök í atvinnulífinu, benti á ýmislegt umhugsunarvert í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hann nefndi til að mynda að hann gæti ekki „varist þeirri hugsun hversu valdamikið embættismannakerfið hér á landi er orðið í samanburði við það sem var hér á árum áður. Þá voru stjórnmálin öflugri en þau eru í dag.“

Andrés er ekki einn um að hafa þessa tilfinningu og ábendingar hans um að embættismenn hafi ráðið för um of og að stjórnmálamenn standi ekki í lappirnar og marki skýra stefnu eiga án efa rétt á sér. „Ástæðan fyrir að embættismenn hafa öðlast of mikil völd er einfaldlega sú að stjórnmálin eru ekki nógu öflug til að standa uppi í hárinu á embættismannakerfinu. Við höfum það mjög á tilfinningunni að tilteknir aðilar ráði miklu, t.d. á skattasviðinu. Þegar staðan er sú fara stjórnmálamenn ógjarnan

...