Róboti kemur með matinn til gesta á veitingastað í Keníu.
Róboti kemur með matinn til gesta á veitingastað í Keníu. — AFP/Tony Karumba

Það er tímanna tákn að róbotar og sjálfvirkni koma víða við sögu í þessu Vinnuvélablaði Morgunblaðsins. Tækninni fleygir hratt fram og gæti þess verið skammt að bíða að það þyki jafn eðlilegt að hafa nokkra róbota á hverjum vinnustað eins og það er sjálfsagt í dag að hafa góða kaffivél í mötuneytinu.

Daglega birtast fréttamyndir frá öllum heimshornum sem skrásetja tækniframfarirnar og líkt og sjá má á myndunum sem fylgja þessari grein virðast róbotar geta komið að gagni á hér um bil öllum sviðum atvinnulífsins.

Hver veit síðan hve langt er þangað til Morgunblaðið gefur út sérblað um róbota? ai@mbl.is