Vanlíðan í skóla er óviðunandi ástand. Læsi og námsárangur er sameiginlegt verkefni skóla og heimila. Mælikvarðar eru nauðsynlegir fyrir skólaþróun.
Gunnlaugur Sigurðsson
Gunnlaugur Sigurðsson

Þorsteinn Þorsteinsson og Gunnlaugur Sigurðsson

Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál ef og þegar börnum okkar líður ekki vel í skóla. Ekki þarf að því að spyrja hvernig þeim nemendum gengur námið sem líður ekki vel í skóla. Við þekkjum það öll að fólki gengur vel í starfi ef því líður vel á vinnustað. Þess vegna er jafnan mikil áhersla lögð á að láta starfsmönnum líða vel í fyrirtækjum.

Vanlíðan drengja í grunnskóla

Ýmsar kannanir og athuganir leiða í ljós að mörgum drengjum líður ekki vel í skólunum okkar. Við okkur blasir sú staðreynd að stór hluti drengja getur ekki lesið sér til gagns við fimmtán ára aldurinn. Það er deginum ljósara að barni, sem situr á skólabekk á aldrinum sex til fimmtán ára og ræður ekki almennilega við lestur, hlýtur að líða illa. Hvað ætli hljótist af því að búa við vanlíðan svo árum skiptir?

...