2015 „Ég er enn með gæsahúð.“ Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði
Sólmyrkvahátíð Þúsundir manna komu saman á túninu framan við Háskóla Íslands og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar sólin myrkvaðist.
Sólmyrkvahátíð Þúsundir manna komu saman á túninu framan við Háskóla Íslands og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar sólin myrkvaðist. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Líklega horfði þorri Íslendinga til himins klukkan 9.37 að morgni föstudagsins 20. mars árið 2015 og fylgdist með því þegar tunglið huldi allt að 99,4% af sólinni, frá Íslandi séð.

„Ég er enn með gæsahúð,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði Ásatrúarfélagsins við mbl.is um sólmyrkvann. Félagið var með sérstaka hátíð í Öskjuhlíð í Reykjavík um morguninn, þar sem síðar um daginn var tekin fyrsta skóflustunga að væntanlegu hofi félagsins. Mynduð voru táknræn vébönd, kveikt var á kertum í höfuðáttum og staðarvættir blótaðar með smjöri og bjór.

„Þegar myrkvinn náði hámarki var kveiktur eldur á staðnum þar sem hofið rís, bumbur voru barðar og sigri

...