Ísland fékk sannkallaða óskabyrjun í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld þegar liðið lagði Svartfjallaland verðskuldað í fyrsta leik keppninnar á Laugardalsvellinum, 2:0. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir á 39
Mark Jón Dagur Þorsteinsson skorar seinna mark Íslands með skalla. Orri Steinn Óskarsson, sem skoraði fyrra markið, fylgist með hægra megin.
Mark Jón Dagur Þorsteinsson skorar seinna mark Íslands með skalla. Orri Steinn Óskarsson, sem skoraði fyrra markið, fylgist með hægra megin. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Í Laugardal

Víðir Sigurðsson

Bjarni Helgason

Jóhann Ingi Hafþórsson

Ísland fékk sannkallaða óskabyrjun í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld þegar liðið lagði Svartfjallaland verðskuldað í fyrsta leik keppninnar á Laugardalsvellinum, 2:0.

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir á 39. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá hægri og staðan var 1:0 í hálfleik.

Dæmd var vítaspyrna á Svartfellinga í byrjun síðari hálfleiks, fyrir meinta hendi, en franski dómarinn dró þá ákvörðun sína til baka eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá.

En íslenska liðið var með undirtökin í leiknum og skoraði keimlíkt mark á 58. mínútu. Nú

...