„Allir brostu út að eyrum á fundinum,“ segir Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri en fram kom hjá Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar í vikunni að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar hafi verið rúmlega 641 milljón króna
Við bryggju Tvö fjölmenn skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn í fyrra. Þau voru 163 talsins á þessu ári.
Við bryggju Tvö fjölmenn skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn í fyrra. Þau voru 163 talsins á þessu ári. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Allir brostu út að eyrum á fundinum,“ segir Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri en fram kom hjá Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar í vikunni að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar hafi verið rúmlega 641 milljón króna.

„Tekjurnar eru töluvert umfram áætlun. Ég tók við embættinu í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem ég geri áætlun eins og þessa. Ég virðist hafa verið frekar hógvær í væntingum og gerði ráð fyrir að tekjurnar yrðu svipaðar á milli ára því skipafjöldinn var svipaður á milli ára,“ segir Hilmar en hann hóf störf sem hafnarstjóri Ísafjarðarhafna 1. janúar 2023 og tók þá við af Guðmundi „Mugga“ Kristjánssyni.

„Niðurstaðan varð sú að fleiri

...