Inn í þessa stóru mynd tengist Ísland vegna aðildar að innri markaðnum og EES. Í skýrslunni segir að laga verði innri markaðinn að breytingum á heimsmyndinni.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og núverandi forstjóri Jacques Delors-stofnunarinnar, kynnti á fundi í Safnahúsinu þriðjudaginn 3. september skýrslu sem hann skilaði yfirstjórn Evrópusambandsins (ESB) í apríl 2024 um framtíð innri markaðarins í Evrópu, markaðar sem við Íslendingar njótum með aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Í opinberri kynningu á skýrslunni segir að innri markaðurinn hafi orðið til á tíma þegar bæði ESB og heimurinn hafi verið „minni“, einfaldari og ósamstæðari. Þá hafi margir sem nú gegni lykilhlutverki á heimsvettvangi ekki verið sýnilegir á honum.

...