„Við ákváðum að endurtaka tónleikana vegna fjölda áskorana,“ segir Hulda Jónasar, tónleikahaldari hjá Gná tónleikum, sem stendur fyrir tónleikunum Himinn og jörð í Salnum í Kópavogi laugardaginn 14
Tónskáld Gunnar Þórðarson hefur samið um 800 lög gegnum tíðina.
Tónskáld Gunnar Þórðarson hefur samið um 800 lög gegnum tíðina. — Morgunblaðið/Golli

„Við ákváðum að endurtaka tónleikana vegna fjölda áskorana,“ segir Hulda Jónasar, tónleikahaldari hjá Gná tónleikum, sem stendur fyrir tónleikunum Himinn og jörð í Salnum í Kópavogi laugardaginn 14. september næstkomandi kl. 20:30.

Þar verða fluttar nokkrar af helstu dægurlagaperlum Gunnars Þórðarsonar.

„Gunnar heiðraði okkur með nærveru sinni á fyrri tónleikunum og var mjög sáttur við útkomuna, það er aldrei að vita nema að hann láti sjá sig aftur,“ segir Hulda, en fyrri tónleikarnir voru í mars sl. í Salnum, fyrir fullu húsi. Hún segir fáa miða eftir, en þeir eru seldir á tix.is.

Hafði það engin áhrif að skömmu síðar voru aðrir fjölsóttir tónleikar í Eldborg í Hörpu, þar sem lög Gunnars voru flutt. Er þetta vel til marks um hve vinsæl

...