Graphogame-lestrarleikurinn hentar vel til að kenna og þjálfa byrjendur í lestrarnámi og þá sérstaklega fyrir nemendur sem eiga í lestrarvanda.

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Ulla Richardson og Tryggvi Hjaltason

Hávær umræða hefur verið undanfarið um stöðuna í íslensku skólakerfi. Alþjóðlegar mælingar sýna versnandi árangur íslenskra nemenda og þá sérstaklega á sviði tungumáls þar sem t.a.m. helmingur drengja og þriðjungur stúlkna getur ekki lesið sér til gagns skv. nýjustu PISA-mælingum. Sérfræðingar hafa bent á að tungumálið er grunnurinn að árangri í allri skólagöngu og í nýútkominni skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu kemur fram að líklega er ein af grunnorsökunum fyrir slæmri stöðu fjölda drengja í menntakerfinu sú að þá vantar betri grunn í málþroska og tungumálagetu sinni. Á sama tíma hafa íslenskar rannsóknir bent á að mikil fylgni er á milli málþroska og -getu barna við byrjun skólagöngu og námsárangurs við lok grunnskólagöngu.

Fáar þjóðir hafa náð meiri árangri

...