Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist trausti fyrri kjósenda sinna og ætti að hætta við öll sín plön sem tengjast kolefnislosun.
Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Ívar Pálsson

Flest okkar sækjast eftir ljúfu lífi í öryggi með fjölskyldu og vinum hérna uppi á klakanum. Því ættum við að kjósa okkur fulltrúa á þingi og í borg eða bæ, sem sjá til þess að leiðin að þessum sameiginlegu markmiðum sé greið. En nú er öllu á botninn hvolft: Fulltrúarnir aðhyllast hugmyndafræði eða trú, þar sem mikilvægast sé að Íslendingar hiti ekki upp heiminn. Skattleggja skal hverja einustu athafnasemi manna og reyna að drekkja þeim í ótrúlegu stofnanatorfi frá skriffinnskumeisturum Evrópu. Jafnvel mætustu þingmenn eru nú gegnsýrðir af þessum fræðum og hafa hreinlega gleymt því af hverju þeir sóttust eftir þessu þjónustustarfi við þegnana.

Tilgangsleysi

Það væri sök sér ef markmiðið væri ákveðið, mælanlegt og sanngjarnt, en ekkert af því á við. Íslendingar munu aldrei breyta hitastigi heimsins, það

...