Um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því fyrri hlutinn af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness kom út. Af þessu tilefni verður efnt til skáldagöngu sunnudaginn 8. september, kl
Halldór Laxness
Halldór Laxness

Um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því fyrri hlutinn af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness kom út. Af þessu tilefni verður efnt til skáldagöngu sunnudaginn 8. september, kl. 14. Gengið verður frá Gljúfrasteini upp að Helgufossi með göngustjóra í fararbroddi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Pétur Gunnarsson munu lesa upp úr Sjálfstæðu fólki. Við Helgufoss verður boðið upp á kaffi og meðlæti.