Örtröð í ríkinu við Snorrabraut á 8. áratugnum. Á meðan menn biðu eftir að kaupa áfengi inni í búðinni var heilu kössunum hnuplað fyrir utan.
Örtröð í ríkinu við Snorrabraut á 8. áratugnum. Á meðan menn biðu eftir að kaupa áfengi inni í búðinni var heilu kössunum hnuplað fyrir utan. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Orðið bíræfinn sést ekki oft í fréttum, en á því hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld um óprúttinn þjófnað um hábjartan dag: „Bíræfinn vegfarandi stal í gær kassa af kláravíni af vörubíl, sem verið var að afferma við áfengisverslunina við Snorrabraut. Bílstjórinn var á pallinum að rétta lagermönnum kassa en sneri baki í þjófinn og varð einskis var.“

Ekki kom fram í fréttinni hvers vegna lagermennirnir urðu einskis varir, en verslunarstjóri ÁTVR við Snorrabraut sagði þetta ekki einsdæmi. „Þetta hefur komið fyrir í öllum vínbúðunum og við höfum nokkrum sinnum staðið menn að verki þegar þeir hafa verið að reyna að stela af bílunum,“ sagði Birgir Stefánsson.

Birgir sagði að ekki væri mannskapur til að vakta bílana á meðan þeir væru affermdir, en þjófurinn hefði lítið þurft að hafa fyrir því að taka kassann.

...