Eyjólfur Skúlason fæddist á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 28. desember 1956. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 26. ágúst 2024 eftir erfið veikindi.

Foreldrar hans voru Kristín Sigurlaug Eyjólfsdóttir, f. 3. október 1934, d. 2. janúar 2022, og Skúli Andrésson, f. 26. maí 1928, d. 19. júní 2020, sem í fyrstu bjuggu á Snotrunesi en síðar á nýbýlinu Framnesi, þar sem Eyjólfur ólst upp frá þriggja ára aldri. Hann var þriðji í aldursröð sjö systkina, hin eru: Sigrún, Björn, Valgeir, Anna Bryndís, Andrés og Emil, og eru þau öll á lífi.

Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er Sigrún Bjarnadóttir fv. bankastarfsmaður, f. 18. maí 1956. Foreldrar hennar voru Jónína Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Bjarni G. Bjarnason, sem bæði eru látin.

Sigrún og Eyjólfur giftust þann 24. maí 1988. Börn

...