Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Börnin sem setjast í fyrsta bekk grunnskóla í haust eru fædd árið 2018 og hafa þegar lifað heimsfaraldur með tilheyrandi raski á lífinu. Þau eru mjög líklega fær í að velja sér sjónvarpsefni með fjarstýringunni og kannski eiga þau jafnvel sinn eiginn ipad. Kennari sagði mér á dögunum að til væru börn sem væru að hefja skólagönguna og vildu bara tala saman á ensku. Kannski vegna þess að þau hafi meiri færni á ensku en íslensku. En samt er íslenska móðurmálið þeirra og þeirra bíður að læra að lesa á íslensku.

Móðurmálið er málið sem við hugsum á, málið sem við tölum þegar við lýsum tilfinningum okkar; gleði, reiði, sorg, uppnámi, ánægju og ást, og svo mætti lengi telja. Án þess eigum við erfitt með að tjá vilja okkar. Ómálga börn gráta til að koma okkur í skilning um líðan sína þar til þau byrja að tala. Þau sem eru tvítyngd eiga tvo móðurmálsfjársjóði. Það eru mikil verðmæti sem þarf að hlúa að. Lestur

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir