Fjölskyldan í Danmörku Kristín, Steffan og fjölskylda þeirra.
Fjölskyldan í Danmörku Kristín, Steffan og fjölskylda þeirra.

Svanhildur Anna Kaaber er fædd 7. september 1944 í Reykjavík.

„Þá var borgin eiginlega að verða til eftir lok stríðsins. Mikill húsnæðisskortur var og pabbi minn byggði eitt af fyrstu sænsku timburhúsunum sem flutt voru inn eftir stríðið og komið fyrir í gamla Vogahverfinu. Segja má að þar hafi verið útjaðar og ystu mörk Reykjavíkur. Byggðin var á bökkum og í fjörum Elliðaárvogs löngu áður en allar þær uppfyllingar við þekkjum í dag voru byggðar. Þá var heldur engin byggð þar sem nú er Árbæjarhverfið, Breiðholt eða Grafarvogur. Leiksvæði okkar krakkanna í Vogunum var gjarna þarna í fjörunum og í stóru porti þar sem geymd voru steypurör sem nota átti í skolplagnir fyrir hina vaxandi borg.“

Fyrsta skólaárið, þegar Svanhildur var sex ára gömul, var hún í Laugarnesskóla, þá var Langholtsskóli í byggingu en þar hófst svo skólagangan í sjö

...