Áform Kleifa fiskeldis voru kynnt á fjölsóttum fundi sem fyrirtækið boðaði til á Ólafsfirði í gær. Þar fór Róbert Guðfinnsson, einn eigenda Kleifa, yfir áform fyrirtækisins sem stefnir að eldi á allt að 20 þúsund tonnum af ófrjóum laxi
— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Áform Kleifa fiskeldis voru kynnt á fjölsóttum fundi sem fyrirtækið boðaði til á Ólafsfirði í gær. Þar fór Róbert Guðfinnsson, einn eigenda Kleifa, yfir áform fyrirtækisins sem stefnir að eldi á allt að 20 þúsund tonnum af ófrjóum laxi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru áformin þríþætt; seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í höfninni á Ólafsfirði og kvíaeldi í fjörðum á Tröllaskaga.

Róbert sagði að mjög hröð þróun hefði verið í laxeldi á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hefði heimsframleiðslan aukist úr 890 þúsund tonnum í um þrjár milljónir tonna. Á Íslandi skilaði laxeldi nú um 50 þúsund tonnum. Þróunin í greininni væri mjög hröð. Í Noregi væru nýttir flestir firðir og flóar til laxeldis og nú litu menn þar á land upp, þ.e. til landeldis, og nýttu sjó sem streymt væri hreinsuðum

...