— Morgunblaðið/Eggert

Stór veggmynd af spænska myndlistarmanninum Salvador Dalí, sem þekktur er fyrir súrrealísk málverk og önnur myndlistarverk, blasir við á Geirsgötu í Reykjavík. Starandi augnaráð stingst inn í hvern þann sem á leið fram hjá, en Dalí þótti sérkennilegur fýr. Í einu af sínum frægari verkum, Þrautseigju minningarinnar, fjallar hann um tímann og rúmið, en þar má sjá klukkur sem leka niður í súrrealísku landslagi. Dali vildi fanga hverfult eðli tímans og hvernig hann hefur áhrif á minningarnar sem við geymum.

Ekki virtist þó gangandi vegfarandinn sem átti leið hjá kippa sér upp við Dalí, enda líklega á hraðferð í amstri dagsins. Kannski var hún að missa af strætó, að skipuleggja hvað ætti að vera í kvöldmatinn eða jafnvel íhuga framtíð sína. Kannski var hún að rifja upp sínar eigin minningar; hver

...