Tvær breytingar hafa orðið á liðum Íslands á ólympíumótinu sem hefst í Búdapest í Ungverjalandi 10. september nk. Upp úr miðjum ágúst sagði Hjörvar Steinn Grétarsson sig frá verkefninu og kemur Hannes Hlífar Stefánsson í hans stað
Einn efstur Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 7½ vinning af 9 á Opna mótinu í Tenerife.
Einn efstur Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 7½ vinning af 9 á Opna mótinu í Tenerife. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Tvær breytingar hafa orðið á liðum Íslands á ólympíumótinu sem hefst í Búdapest í Ungverjalandi 10. september nk. Upp úr miðjum ágúst sagði Hjörvar Steinn Grétarsson sig frá verkefninu og kemur Hannes Hlífar Stefánsson í hans stað. Hannes Hlífar mun því tefla á sínu sextánda ólympíumóti, oftar en nokkur annar íslenskur skákmaður. Lið Íslands í Opna flokknum er þannig skipað í borðaröð:

Vignir Vatnar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Helgi Áss Grétarsson. Sá síðastnefndi bauðst til að skipa „heiðurssætið“ á listanum. Greinarhöfundur er liðsstjóri.

...