„Þegar Katrín birtist á sviðinu þá litum við hvor á annan og spurðum: „Er mamma mætt hérna allt í einu?““ Þetta segir Nökkvi Svavarsson, sonur Hennýjar Eldeyjar Vilhjálmsdóttur, sem betur er þekkt sem goðsögnin Elly Vilhjálms
Holdgervingur Bræðurnir Nökkvi og Máni Svavarssynir ásamt leikkonunni Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.
Holdgervingur Bræðurnir Nökkvi og Máni Svavarssynir ásamt leikkonunni Katrínu Halldóru Sigurðardóttur. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Þegar Katrín birtist á sviðinu þá litum við hvor á annan og spurðum: „Er mamma mætt hérna allt í einu?““ Þetta segir Nökkvi Svavarsson, sonur Hennýjar Eldeyjar Vilhjálmsdóttur, sem betur er þekkt sem goðsögnin Elly Vilhjálms. Sýningin Elly, sem fjallar um ævi og ástir söngkonunnar ástsælu, var aftur sett á fjalirnar í gær. Í sölu hafa verið settar 22 sýningar til áramóta og gert er ráð fyrir að þær verði 16 til viðbótar á því tímabili. Á árunum 2017 til 2019 var sýningin sett upp 220 sinnum og um 100 þúsund miðar seldust.

Nökkva óraði ekki fyrir þeim vinsældum sem sýningin hefur notið og þegar Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson handritshöfundar óskuðu einhvers konar blessunar yfir að fá að setja sýninguna á svið á sínum tíma hafi hann

...