Leikstjóri Roger Corman var áhrifamikill innan kvikmyndaheimsins.
Leikstjóri Roger Corman var áhrifamikill innan kvikmyndaheimsins.

Þrjár myndir eftir leikstjórann Roger Corman verða sýndar í Bíó Paradís á morgun, 8. september, en Corman, sem í kynningartexta er sagður goðsögn í kvikmyndaheiminum, lést fyrr á árinu. Minning hans verður þannig heiðruð með sýningum á POE-þrennunni svokölluðu. Sú fyrsta, The Pit and the Pendulum, verður sýnd kl. 17, House of Usher kl. 19 og The Masque of the Red Death kl. 21.

Sýningin er hluti af dagskrá Svartra sunnudaga í Bíó Paradís en þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sigurjón Sigurðsson (Sjón) stofnuðu kúlt- og klassíkhópinn Svarta sunnudaga, sem stendur fyrir reglulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum.