Sigurbjörg er amma, lestrarhestur og leikskólakennari.
Sigurbjörg er amma, lestrarhestur og leikskólakennari.

Ég hlustaði á Risaeðlur í Reykjavík eftir Ævar Þór Benediktsson með barnabörnunum, frábær bók, spennandi og skemmtileg. Við hlógum oft og skemmtum okkur vel. Bókin fjallar um sjö bandóðar risaeðlur sem leika lausum hala í Reykjavík. Vinahópur finnur egg sem klekjast út og reynast það vera risaeðlur. Fljótlega fer allt úr böndunum og þau þurfa að vinna vel saman til þess að ná stjórn á ástandinu.

Ég las svo Steininn eftir Ragnheiði Gestsdóttur, en bókin fjallar um konu sem fær óvænta sjötugsafmælisgjöf frá fjölskyldunni sinni. Gjöfin verður til þess að hún ákveður að rífa af sér alla fjötra fyrra lífs og leita uppi ný ævintýri. Mér finnst bókin vel skrifuð og hún kom mér skemmtilega á óvart, aðalsöguhetjan var loksins orðin sinnar eigin gæfu smiður og ákvað að nýta sér það.

Ég er mjög mikill aðdáandi Freyju og Frikka-bókanna eftir Felix Bergsson og hef

...