Arnhildur Pálmadóttir
Arnhildur Pálmadóttir

Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir, hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr árið 2025. Alls bárust 12 tillögur að sýningu í opnu kalli sem auglýst var í lok apríl af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Fjórar tillögur voru valdar til frekari kynningar fyrir stýrihóp verkefnisins sem sá um valið. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr með opnu kalli.

Í verkefninu Hraunmyndanir (e. Lavaforming) er sögð saga framtíðarsamfélags sem þróar lausnir í mannvirkjagerð. Hraunrennsli er beislað og nýtt sem byggingarefni. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt er stofnandi og listrænn stjórnandi Hraunmyndana.