Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja aukið fjármagn í sjálfsvígsforvarnaáætlunina.
Jafnmargar konur og karlar leita til Píeta, segir Ellen, en hins vegar eru þrisvar sinnum fleiri karlmenn sem svipta sig lífi.
Jafnmargar konur og karlar leita til Píeta, segir Ellen, en hins vegar eru þrisvar sinnum fleiri karlmenn sem svipta sig lífi. — Morgunblaðið/Eyþór

Starfsfólk í móttökunni hefur alveg verið með manneskju á línunni sem er í verulegri sjálfsvígshættu en hefur tekist með samtalinu að koma manneskjunni úr þeirri hættu,“ segir Ellen þegar hún útskýrir þau verkefni sem starfsmenn Píeta fást við. Samtökin eru fyrst og fremst meðferðarsamtök, með starfsleyfi frá landlæknisembættinu, þar sem starfa sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar og læknir. Píeta veitir lágþröskuldaþjónustu og gjaldfrjálsa meðferð gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Að sögn Ellenar uppfylla samtökin fjölda atriða sem felast í svokallaðri sjálfsvígsforvarnaáætlun stjórnvalda, sem sett var á laggirnar til að sporna við auknum sjálfsvígum. Hún segir áhuga stjórnvalda til staðar og að landlæknisembættið hafi umsjón með að aðgerðum áætlunarinnar sé fylgt. Samstarfið sé gott.

„En það er alveg

...