Drengurinn Fengurinn tróð upp á Upprásinni í fyrra.
Drengurinn Fengurinn tróð upp á Upprásinni í fyrra. — Ljósmynd/Hákon Pálsson

„Við erum nú með þetta annað árið í röð því aðsóknin í fyrra var frábær. Þetta er liður í að opna dyr Hörpu að grasrót og tilraunum. Við fengum 140 umsóknir í ár og það var vandasamt að velja úr. Það er mikil uppsveifla í tónlist og eins og allt sé að springa út. Við verðum með eina tónleika í mánuði í níu mánuði og alltaf með þrjú bönd á kvöldi,“ segir Ása Dýradóttir, verkefnastjóri hjá Tónlistarborginni Reykjavík, sem í samstarfi við Hörpu, Rás 2 og Landsbankann stendur fyrir tónleikaröðinni Upprásinni sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Ása Berglind Hjálmarsdóttir hjá Hörpu skipuleggur tónleikaröðina ásamt nöfnu sinni.

„Flest böndin eru að fást við tilraunir og kanna ókunnugar slóðir. Þau eru að taka áhættu og fara út fyrir kassann. Við erum með splunkunýjar hljómsveitir í bland við eldri,“ segir Ása og segir böndin troða

...