Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og þýska stórliðsins Bayern München, var á miðvikudag tilnefnd til Gullboltans, Ballon d’Or, sem eru ein virtustu einstaklingsverðlaun knattspyrnunnar
Tilnefnd Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið sem klettur í vörn íslenska landsliðsins og Bayern München þar sem hún stígur vart feilspor.
Tilnefnd Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið sem klettur í vörn íslenska landsliðsins og Bayern München þar sem hún stígur vart feilspor. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Gullboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og þýska stórliðsins Bayern München, var á miðvikudag tilnefnd til Gullboltans, Ballon d’Or, sem eru ein virtustu einstaklingsverðlaun knattspyrnunnar.

Glódís Perla er ein af 30 leikmönnum sem er tilnefnd í kvennaflokki og skráði um leið nafn sitt í sögubækurnar þar sem hún er fyrsti Íslendingurinn sem er þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefnd til Gullboltans.

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Þetta er mikill heiður og gaman að fá að vera í svona sterkum hópi einstaklinga,“ segir hin 29 ára gamla Glódís Perla í samtali við Morgunblaðið.

Hefur ekkert truflað

...