Bók Gísla Pálssonar, Fuglinn sem gat ekki flogið, er tilnefnd til bresku verðlaunanna The Royal Society Trivedi Science Book Prize. Bókin kom út hér á landi árið 2020 og fjallar um geirfuglinn
Gísli Pálsson
Gísli Pálsson

Bók Gísla Pálssonar, Fuglinn sem gat ekki flogið, er tilnefnd til bresku verðlaunanna The Royal Society Trivedi Science Book Prize. Bókin kom út hér á landi árið 2020 og fjallar um geirfuglinn. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Á ensku nefnist bókin The Last of Its Kind.

Verðlaunin verða afhent þann 24. október. Þar er lögð áhersla á að verðlauna höfunda sem miðla vísindum með góðum árangri til almennings. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Stephen Hawking og Bill Bryson.